|
RE: [gutti ]: Skjálft afréttir, var Spurn ing til Ei nars
From: Johann Kristjansson (94847@xyz.molar.is)
Date: Wed 20 Jan 2010 - 10:01:46 GMT
Næsta bréf: Einar Kjartansson: "Re: RE: [gutti ]: Skjálft afréttir, v ar Spurn ing til Ei nars"
Einar.
Getur þú gefið einhverja skýringu á því af hverju skjálftarnir mælast á svona
misjöfnu dýpi við Grímsey?
Sýnist að mælingin sýni frá 400m niður á tæpa 13 km.
kv.
issi
----------------------------------------
> Subject: [gutti]: Skjálftafréttir, var Spurning til Einars
> Date: Wed, 20 Jan 2010 02:28:54 +0000
> From: 94886@xyz.molar.is
> To: gutti@molar.is
>
> Ég sit uppi með að fylgjast með og fara yfir skjálftana þessa viku.
> Það er snörp hrina 10 km NA af Grímsey Þar eru komnir nokkur hundruð skjálftar síðan aðfaranótt
> mánudags (tvo sólarhringa). Innskotið undir Eyjafjalla jökli er á fullu, Þorfvaldseyri hefur
> færst suður á bóginn um 1 cm síðustu 4 vikur.
>
> Yfirfarin virkni er á þessu kort:
>
> http://hraun.vedur.is/ja/viku/2010/vika_03/index.html#mark
>
> (það sem er forsíðu vefs veðurstofunnar er fullt af bulli)
>
> Svo gerðist það í gærmorgun að það kom titringur á alla mæla á austurlandi
> sem stóð í 20 mín. Þegar hringt var í stöðvarstjóra Kárahnjúkavirkjunar
> kom í lj´0s að það hafði verið "flökt" á vélum virkjunarinnar sem leiddi
> til þess að þeir urðu að "slá af".
>
> Éitthvað hlýtur að hafa gengið á þar.
>
> -Einar
>
> On 2010-01-19, 23:48:36 (+0000), Skúli Skúlason wrote:
>> Sælir félagar. Ég var að velta fyrir mér hvort jarðeðlisfræðingurinn í
>> hópnum geti frætt okkur eitthvað um hvað sé að gerast á Tjörnesbeltinu, þar
>> hafa verið yfir 200 skjálftar á síðustu 2 sólarhringum og nokkrir yfir 3.
>> Er einhver kenning um það hvað gæti skýrt þetta, eða er þetta bara eðlileg
>> skjálftahrina á flekaskilum?
>> Kvikuinnskotið í Eyjafjallajökli virðist hins vegar vera að hægja á sér,
>> allavega í bili.
>> Kv - Skúli
>>
>>
>> Attachments:
>>
>
> --
>
> Einar Kjartansson 94886@xyz.molar.is
> Símar : 690 3307 (gsm) 588 6407 (heima)
> 522 6177 (vinna) 853 7588 (nmt)
>
>
| |