(none) gutti
/ hjálp / listar / skráningar / leita / RSS /
 

Nostalgíukast

From: Bessi Aðalsteinsson (
94176@xyz.molar.is)
Date: Fri 15 Jan 2010 - 11:47:53 GMT

  • Næsta bréf: Birgir Sigurðsson: "RE: Nostalgíukast"

       Við Sigrún ákváðum að fara í bíó í gærkveldi enda rak hvern
       eðalþáttinn eftir annan frá Kanaanslandi í dagskrá sjónvarpsins. Því
       miður reyndist uppselt á Avatar þannig að við hrökkluðumst heim aftur
       og ég hófst handa við tiltekt á upptökutæki einu ágætu sem þar er. Ein
       upptakan var frá 5. mars og nærri fjórir klukkutímar. Sem ég
       hraðspólaði í gegnum efnið birtust allt í einu tíufréttir sjónvarpsins
       og það var þar sem nostalgían bar mig ofurliði. Síðast í fréttatímanum
       las Bogi dimmum rómi Viðskiptafréttir:
       "Viðskipti í Kauphöll Íslands námu tæpum 20 milljörðum króna í dag,
       úrvalsvísitalan hækkaði um 0,69% og er nú 4.850 stig ..."
       Á skiltum með fréttinni var þetta:
       "Heildarviðskipti 19.887 millj. kr.
       Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,69%
       Úrvalsvísitalan 4.850 stig
       Dow Jones 12.255 stig, upp um 0,3%
       NASDAQ 2.273 stig, upp um 0,6%
       FTSE 5.854 stig, upp um 1,5%
       Krónan styrktist um 0,15% og gengisvísitalan er 131,3 stig, gengi
       Bandaríkjadals er tæplega 66 kr., evru tæplega 101 og sterlingspundið
       er á 132 krónur."
       Þetta reyndist sem sagt vera 5. mars 2008.
       Eru ekki örugglega fleiri en ég sem sakna þessara dásamlegu frétta?
       Kv. Bessi

    Attachments:



  •