(none) gutti
/ hjálp / listar / skráningar / leita / RSS /
 

Re: Hveravellir

From: Skúli Skúlason (
88125@xyz.molar.is)
Date: Thu 01 Oct 2009 - 16:39:22 GMT

  • Næsta bréf: Thrandur Arnthorsson: "Re: Hveravellir"

    Þetta er nú alveg efni í umræður á nokkrum Guinnessfundum.

    Þetta gæti verið gaman, ekki amalegt að hafa "okkar" hús á Hveravöllum. Ég
    held að það þurfi þó að liggja þá nokkuð vel fyrir hvaða skyldur við berum
    og hvað verið er að tala um í kostnað.
    Útivist var að sníkja frostlög á kerfið í Dalakofanum, þ.e. semsagt hringrás
    ofan í hverinn fyrir neðan og upp í ofna í húsinu og á þetta fóru 150 lítrar
    að vökva eða 75 lítrar af frostlegi (blandað 50/50). Líterinn kostar fullu
    verði held ég fari rétt með 1400 krónur. Ef þarf að kaupa efni er það annað
    hvort einangrað rör sem kostar hvítuna úr augunum og augasteininn með eða
    það sem við erum að reyna að sleppa með í Dalakofanum sem er rör í rör.
    Þetta er semsagt miðað við að hafa lokaða hringrás en ef það er nóg vatn og
    varmi er það kannski ekki nauðsynlegt. Þá er spurning um brunndælu og
    einhverja sólarsellu til að knýja hana. Heyrði líka um daginn að það séu
    til einhverjar slíkar dælur sem ganga fyrir varma og þá er það nánast eins
    og eilífðarvél. Það er eitthvað verið að skoða það fyrir Dalakofann því
    hæðarmunurinn er það mikill þar að hitamunurinn nær líklega ekki að halda
    hringrásinni nógu öflugri en með smá hjálp ætti þetta að virka flott.
    Til í að skoða allt og leggja til einhvern pening innan skynsamlegra marka.
    Ef 10 kallar leggja fram 20 þús er komin 200 þús sem er minna en
    olíukostnaður í einum sæmilegum túr. Svo má ekki gleyma að menn verða líka
    að vera til í leggja til vinnu, en það er bara skemmtun í sjálfu sér.
    Kv - Skúli


    2009/10/1 Ómar Sigurðsson <88162@xyz.molar.is>

    > Sælir,
    >
    > Ég væri til í að taka þátt í einhverju þannig.
    >
    > Ómar
    >
    > -----Original Message-----
    > From: Einar Kjartansson [mailto:88195@xyz.molar.is]
    > Sent: 1. október 2009 13:38
    > To: gutti@molar.is
    > Subject: [gutti]: Hveravellir
    >
    > Sælir
    >
    > Mig langar til að kanna áhuga Guinness/Gutta/Kára á að ganga til samstarfs
    > við
    > Starfsmannafélag Veðurstofu Íslands (Staví) um rekstur á húsi
    > veðurstofunnar á Hveravöllum. Staví hefur fyrst og fremst
    > áhuga á að nýta húsið á sumrin, þannig að við myndum sjá um
    > rekstur að vetri til.
    >
    > Það liggur fyrir nú að koma hita á húsið, ég tel liggja
    > beinast við að sækja varmann í 200 m djúpa borholu sem er
    > um 50 metra frá húsinu.
    > Ég til að það ætti að vera hægt að koma hita á í
    > einni eða tveimur helgarferðum og að útlagður kostnaður
    > væri á bilinu 100-200 þúsund krónur.
    >
    >
    >
    > --
    >
    > Einar Kjartansson 88195@xyz.molar.is
    > Símar : 690 3307 (gsm) 588 6407 (heima)
    > 522 6177 (vinna) 853 7588 (nmt)
    >
    >
    >
    >
    >

    Attachments:



  •