(none) gutti
/ hjálp / listar / skráningar / leita / RSS /
 

Föstudax

From: Bessi Aðalsteinsson (
81392@xyz.molar.is)
Date: Fri 23 Jan 2009 - 15:59:47 GMT

  • Næsta bréf: Dagur Bragason: "Miðjuferð."

    Tannlæknirinn tók eftir að gamla konan sem var næst í stólinn hjá
    honum var ansi kvíðin, svo hann ákvað að segja henni smá brandara
    til að róa hana.

    Hann setti á sig hanskana og spurði um leið hvort hún vissi
    hvernig svona hanskar væru búnir til.

    Nei sagði hún.

    Sko, það er verksmiðja í Kanada þar sem er stór tankur fullur af
    latex efni og verkamennirnir þar dýfa höndunum í tankinn með
    efninu, láta svo efnið þorna og fletta síðan af sér hönskunum og
    láta þá í kassa merkta viðkomandi stærð.

    Gömlu konunni stökk ekki bros.

    Jæja, það mátti reyna, hugsaði tannlæknirinn.

    Stuttu seinna fór sú gamla að hlægja þar sem hún sat í stólnum.

    Hvað er svona skemmtilegt?

    Ég fór bara að velta því fyrir mér hvernig smokkar væru búnir til.

    -- 
    Kv. Bessi
    



  •