(none) gutti
/ hjálp / listar / skráningar / leita / RSS /
 

Föstudax

From: Bessi Aðalsteinsson (
76003@xyz.molar.is)
Date: Fri 14 Mar 2008 - 14:23:14 GMT

  • Næsta bréf: Einar Kjartansson: "Hveravellir"

    Strákar mínir, þið eruð kannski ekki alveg komnir á þennan aldur,
    en það kemur aððí.

    Þrír föstudax:

    Sigga kom heim til sín og sagði við Jónas, eiginmann sinn; "Veistu
    að höfuðverkjaköstin sem ég hef verið að fá undanfarin ár eru
    alveg horfin".

    "Hvað segirðu, hvað gerðist?" spurði Jónas.

    "Hún Magga ráðlagði mér að fara til dáleiðara og hann sagði mér að
    standa fyrir framan spegil, stara á sjálfa mig og endurtaka
    upphátt; "Ég hef ekki hausverk, ég hef ekki hausverk, ég hef ekki
    hausverk." .....og ég hef ekki fengið höfuðverk síðan. Þetta
    virkaði svona æðislega vel."

    "Þetta er frábært, þetta er æðislegur árangur" sagði Jónas.

    "Þú hefur ekki verið neinn orkubolti í rúminu síðustu árin" sagði
    Sigga. "Af hverju drífur þú þig ekki til dáleiðarans og athugar
    hvort hann geti ekki gert eitthvað fyrir þig svo þetta lagist?"

    Jónas samþykkti að prófa og eftir heimsókn til dáleiðarans kom
    hann heim og þreif Siggu í fangið, reif hana úr fötunum og bar
    hana inní svefnherbergi með viðkomu á ýmsum stöðum í húsinu, lagði
    hana í rúmið og sagði "Bíddu smá, ég verð enga stund". Svo fór
    hann inná baðherbergi og kom til baka stuttu seinna og seinni
    ástarleikurinn með Siggu var enn betri en sá fyrri og annað eins
    hafði hún ekki upplifað árum saman.

    Að hamaganginum loknum settist Sigga upp í rúminu en þá sagði
    Jónas; " Ekki hreyfa þig, ég kem eftir smá" og svo dreif hann sig
    aftur inná baðherbergið.

    Sigga var forvitin og læddist á eftir honum og sá að hann stóð
    fyrir framan spegilinn og endurtók í sífellu, "Hún er ekki konan
    mín, hún er ekki konan mín, hún er ekki konan mín."

    ......................Útför Jónasar fer fram næsta föstudag......

    -------------------------------------------------------------------------

    Eldri kona kom til heimilislæknis, sem hún hafði þekkt í áratugi,
    og var áhyggjufull.

    "Maðurinn minn hefur greinilega minni kynorku en hann hafði."

    "Nú, jæja og hvað er bóndinn þinn gamall?"

    "Sjötíu og fimm."

    "Nújá. Það er nú ef til vill ekki von á öðru fyrir mann á hans
    aldri. Hvenær veittir þú því annars athygli að karlinn væri farinn
    að slappast?" spurði læknirinn.

    "Í gærkvöldi og svo aftur í morgun" sagði konan.

    --------------------------------------------------------------------------

    Sjötíu og fimm ára kona kom til heimilislæknisins í eftirlit.
    Læknirinn sagði að hún þyrfti að hreyfa sig meira og ráðlagði
    henni að stunda kynlíf þrisvar í viku.

    Viltu vera svo góður að segja manninum mínum frá þessu, sagði konan.

    Læknirinn kallaði á manninn, sem beið í biðstofunni, og sagði
    honum að frúin þyrfti að stunda kynlíf þrisvar í viku.

    Makinn, sem var áttatíu ára, spurði: "Á hvaða dögum?"

    "Hvað segið þið um mánudaga, miðvikudaga og föstudaga?"

    "Ég get komið með hana á mánudögum og miðvikudögum" sagði
    maðurinn, "en á föstudögum verður hún að taka STRÆTÓ."

    --
    Kv. Bessi
    



  •