|
Re: FW: Ferlun
From: Einar Kjartansson (72977@xyz.molar.is)
Date: Mon 28 May 2007 - 08:24:51 GMT
Næsta bréf: Sigurjón Sindrason: "SV: FW: Ferlun"
Sælir
Þetta er afskaplega einfalt í framkæmd, allt sem til þarf til er að stilla
klukkuna í myndavéinni rétta ( helst upp á sekúndu ). Það fylgir réttur tími
hnitunum, síðan er nauða einfalt að tengja myndir við staði með því að
finna hvar gps tækið var á þeim tíma sem myndin var tekin.
Þann 2007-05-27, 22:28:19 (-0000) skrifaði Dagur Bragason:
> Skúli stakk upp á því að þið fengjuð þetta.
>
> Tækni-Guttar voru búnir að finna þetta upp fyrir löngu síðan.
>
> Kveðja Dagur
>
>
> -----Original Message-----
> From: 73043@xyz.molar.is [mailto:73043@xyz.molar.is]
> Sent: 27. maí 2007 22:18
> To: Jón Snædal; Jón Snæland; Dagur Bragason
> Cc: 73082@xyz.molar.is
> Subject: Re: Ferlun
>
>
> Þetta vekur upp eina hugmynd. Tæknifríkin í okkar ferðahóp (líklega verið
> Sigurjón, Bessi og Eik eða einhverjir þeirra) voru einhvern tíman að tala um
> möguleika á að tengja digital myndavél við GPS þannig að GPS hnitið komi inn
> á myndina. Þannig er hægt að sjá nákvæmlega hvar myndin er tekin. Þetta er
> kannski hægt að nýta í ferluninni, þ.e. að taka myndir af aðstæðum þar sem
> þær eru á einhvern hátt krítiskar, hugsanlega óvenju grýtt, niðurgrafin
> moldarslóð eða annað sem gæti haft áhrif á ákvörðun um merkingar á
> viðkomandi leið. Hugsanlega eitthvað sem gerir það að verkum að vegslóðin
> eigi aðeins að vera opin breyttum jeppum. Auðvitað hægt að punkta niður
> hnitin en mikil þægindi af því að gps gögn komi inn á myndina.
> Kv - Skúli
> P.s. Var að pæla í að hafa fund í umhverfisnefnd í vikunni, hvenær hentar?
> Ég hugsa að ég komist ekki miðvikudag.
>
>
>
>
> On Sun May 27 15:40 , "Dagur Bragason" sent:
>
>
>
> Sæll Jón. hér er frétt um ferlun á megilandi evrópu
> http://news.bbc.co.uk/2/hi/science/nature/6684381.stm
>
> Þetta er alveg bráðsnjallt að taka upp mynd um leið.
> Þú mátt senda þetta á samvinnufólk þitt hjá LMI til að sýna þeim nútíma
> aðferðir við ferlun.
>
> Kveðja Dagur
>
>
>
>
> Attachments:
>
--
Einar Kjartansson 72977@xyz.molar.is
Símar : 690 3307 (gsm) 588 6407 (heima)
575 2062 (vinna) 853 7588 (nmt)
| |