(none) gutti
/ hjálp / listar / skráningar / leita / RSS /
 

Re: Útreikningur á Guinness froðu

From: Skúli H. Skúlason (
skulihs@internet.is)
Date: Wed 25 Apr 2007 - 23:35:50 GMT


Mér finnst það mjög sannfærandi að loftbólur í dökkum bjór hreyfi sig hægar en
í ljósum. Ég hef einmitt tekið eftir því að ég hreyfi mig hægar eftir að hafa
drukkið einn Guinness heldur en eftir að hafa drukkið ljósan bjór. Sem er
gott, enda liggur ekkert á.
Kv - Skúli

On Wed, 25 Apr 2007 19:17:16 -0000
 "Dagur Bragason" <71038@xyz.molar.is> wrote:
> Í netmogganum í dag er þetta að finna:
> http://www.mbl.is/mm/greinilegur/frett/1266408/
> Nú er að mœta neð reiknistokkinn og vasatölvuna á næsta Guinness og staðfesta
> eða fella þessar kenningar.
> Kveðja Dagur
> Bjórgátan mikla leyst
> Hvers vegna hjaðnar froðan á ljósum bjór hraðar en á dökkum? Tveir virtir
> vísindamenn greina frá því í breska vísindatímaritinu Nature að þeir hafi
> sett saman jöfnu til að lýsa bjórfroðu.
> Hún er samsett úr örsmáum loftbólum og lögun þeirra hefur áhrif á hversu
> hratt þær hreyfast. Því hraðar sem þær hreyfast, því fyrr springa þær og
> froðan hjaðnar.
> Robert MacPherson, stærðfræðingur við rannsóknastofnun við Princeton-háskóla
> í New Jersey, og David Srolovitz, eðlisfræðingur við Yeshiva-háskóla í New
> York, hafa búið til jöfnu til að reikna út hreyfingar bólanna.
> Eru rannsóknir þeirra byggðar á rannsóknum tölvunarfræðifrumherjans John von
> Neumann, sem setti saman jöfnu árið 1952.
> Útreikningum á bjórfroðuatferli svipar til kornanna málmum og leir, þannig að
> jafna MacPhersons og Srolovitz ætti að nýtast víðar en til að leysa hina
> aldagömlu bjórgátu.
>
>