(none) gutti
/ hjálp / listar / skráningar / leita / RSS /
 

RE: Æfing á Sunnudag

From: Einar Kjartansson (
64959@xyz.molar.is)
Date: Fri 02 Feb 2007 - 09:18:43 GMT

  • Næsta bréf: Skúli H. Skúlason: "Re: Æfing á Sunnudag"

    Sælir

    Ég sting upp á að við hittumst við Rauðavatn klukkan 8:30 á Sunnudagsmorgun,
    og að næsta stopp verði á Hellu þar sem hægt verður að taka eldsneyti.
    Veit ekki hvort þar er opin sjoppa á þessum tíma.

    Veðurspáin hefur breyst aðeins, nú er spáð smá lægð fari suðaustur
    yfir landið snemma á sunnudagsmorgun. Hún gæti skilið eftir sig slatta af
    nýjum snjó. Sjá www.belgingur.is

    Mér líst vel á tillögu Þrándar up að prófa Tindfjallajökul úr vestri,
    það er búið að prófa hann úr norðri og líka að fara niður að sunnanverðu ;-)
    Annars reynir meira á fjarskiptin að fara lengra inn á fjallabakssvæðið,
    t.d. að Álftavatni eða inn í Reykjadali.

    Það getur líka verið að Eyjafjallajökull verði of freistandi,
    ég á eftir að keyra þangað upp ( bara labbað ). Annars kæmi mér ekki á
    óvart þótt færi væri þungt þegar kemur upp fyrir 1000 metrana.

    Minni á símaskrá á http://jeppi.klaki.net/GuttiSimar
    Ef þið verðið með farþega sem ekki eru á listanum, endilegga setjið gsm símanúmer
    þeirra inn. Reynslan sýnir að það getur komið sér vel að vita símanúmer allra.

    Þann 2007-01-31, 11:25:19 (-0000) skrifaði Thrandur Arnthorsson:
    > Sælir félagar
    >
    > Já, þetta er alveg brillíjant hugmynd :)
    >
    > Ég var í Fljótshlíð um daginn og hleypti aðeins úr lofti. Þar er líka
    > möguleg leið sem fáir hafa farið upp með Þríhyrningi og alveg að
    > Tindfjöllum.
    >
    > Með kveðju,
    > Þrándur
    >

    -- 
    

    Einar Kjartansson 64959@xyz.molar.is Símar : 690 3307 (gsm) 588 6407 (heima) 575 2062 (vinna) 853 7588 (nmt)



  •