(none) gutti
/ hjálp / listar / skráningar / leita / RSS /
 

Aldrei að hætta við túr

From: Skúli H. Skúlason (
33139@xyz.molar.is)
Date: Fri 14 Nov 2003 - 16:29:43 GMT

  • Næsta bréf: Einar Kjartansson: "Hekla og Hrafntinnusker"

    Sælir félagar.
     
    Þetta varð mér að orði núna þegar vinnufélagi minn kom hérna að segja mér frá frábærum túr um síðustu helgi. Við vorum eitthvað búnir að vera að blása til ferðar þessa helgi en þar sem spáin hljómaði ekkert spennandi var hún blásin af.
    Þeir fóru inn á N-Fjallabak voru að skrattast þar eitthvað, inn í Faxasund og Blautulón, Glaðheima, renndu svo inn í Helli og gistu þar, upp hjá Krakatind og inn á syðri leiðina inn í Krók. Rættist úr veðrinu og túrinn bar öll einkenni af góðum hausttúr. Einhverjar sleipar moldarbrekkur inn í Krók sem þurfti aðeins að standa bílana upp, en annars ekkert mál að ferðast.
     
    ALDREI AÐ HÆTTA VIÐ TÚR!!!
     
    og aldrei að segja aldrei
     
    Kv - Skúli fúli

    Attachments:
     + http://www.molar.is/listar/gutti/27/06/3fb50337/01.unnamed.html



  •