(none) gutti
/ hjálp / listar / skráningar / leita / RSS /
 

Landslag

From: Einar Jóhannesson (
32156@xyz.molar.is)
Date: Wed 15 Oct 2003 - 07:47:27 GMT

  • Næsta bréf: Einar Kjartansson: "Haustferð - Vonarskarð"

    Sæll.
    Heyrði í fréttum um "silkihúfusamkomu" ráðamanna og embættismanna
    þ.e. umhverfisráðstefnu eða eitthvað állíka.
    Það ætti að senda þeim þetta ljóð sem dóttirin er að læra í skólanum.
    En það þarf að breyta því aðeins með tilliti til nútímans, þ.e.
    bæta inn áhrifum virkjanna með tilheyrandi raflögnum og vegum um allt.

    Heyrið vella á heiðum hveri,
    heyrið álftir syngja í veri:
        Íslands er það lag.
    Heyrið fljót á flúðum duna,
    foss í klettaskorum bruna:
        Íslands er það lag.

    Eða fugl í eyjum kvaka,
    undir klöpp og skútar taka:
        Íslands er það lag.
    Heyrið brim á björgum svarra,
    bylja þjóta svipi snarra:
        Íslands er það lag.

    Og í sjálfs þin brjósti bundnar
    blunda raddir náttúrunnar:
        Íslands er það lag.
    Innst í þínum egin barmi,
    eins í gleði og eins í harmi
        ymur Íslands lag.

        Grímur Thomsen



  •