|
Fwd: Sundsmokkar
From: Bessi Adalsteinsson (30832@xyz.molar.is)
Date: Mon 28 Apr 2003 - 15:06:30 GMT
>Þessi saga er tekin af heimasíðu Sverris Páls, kennara á Akureyri
>http://www.ma.is/kenn/svp/pistlar/
>
>Sundsmokkar
>Ég verð að segja hér svolitla sögu sem mér skilst að sé sönn og hafi átt
>sér stað fyrir fáum vikum í stórum kaupstað við langan fjörð á miðju
>Norðurlandi.
>
>Svo bar til að maður nokkur kom að bílalúgu. Stúlkan sem var þar við
>afgreiðslu spyr hvað megi gera fyrir hann. "Áttu sundsmokka?" segir
>maðurinn. Hún jánkar því, fer og leitar, en finnur ekki neina sérstaka
>sundsmokka, spyr starfssystur sína, sem er ekki viss, en bendir henni á að
>taka bara smokkakassann og láta manninn velja, hann þekki þetta sjálfsagt
>betur. Stúlkan tekur smokkakassann, opnar lúguna og réttir manninum og spyr
>hann hvort vilji eitthvað af þessu. "Hvað ertu að meina? spyr maðurinn
>forviða. "Nú, varstu ekki að spyrja um sundsmokka?" segir stúlkan. "Ég var
>að biðja um Sunnudagsmoggann!" sagði maðurinn þá. Stundum tala Íslendingar
>of hratt. (20. apríl 2003)
| |