|
Snæfellsjökull
From: Birgir Sigurdsson (11446@xyz.molar.is)
Date: Sun 12 May 2002 - 23:52:18 UTC
Næsta bréf: Bessi Adalsteinsson: "Fwd: Brotúr ævisögu ÁJ, kemur út fyrir jólin ..."
Halló,
Við fórum á 5 bílum á jökulinn: Óli, Skúli, Gunni, Palli og Birgir. Vorum komnir á snjó milli 9 og 10, það er betra að vera snemma því þó það hafi verið 10 stiga frost á jöklinum þá brýtur geislun sólarinnar snjóinn upp og þar sem þetta er verulega bratt þá verður að vera gott flot. Runnum eiginlega upp, smá kúnstir síðasta spölinn því þá bættist hliðarhalli við. Tókum góðan tíma í sólinni á toppnum, nutum útsýnis og löbbuðum um, vorum aleinir þar til við héldum aftur niður. Fórum niður Ólafsvíkurmegin, á þeirri leið er mjög skemmtilegt landslag og gaman að keyra það niður en líka brattar brekkur inni á milli svo Snæfellsjökull er ekki reynandi nema í hörðu færi og þá kannski helst að vori þegar snjór er vel sestur, komin sólbráð og svo gott næturfrost. Skíðamenn í ferðinni voru líka hæst ánægðir með rennslið. Á heimleiðinni bauð Gunni í kaffi á ættaróðalinu að Mið-Hrauni. Virkilega góður dagstúr !
Kveðja,
Birgir
| |