|
Re: Stórferð
From: Omar Sigurdsson (10720@xyz.molar.is)
Date: Wed 24 Apr 2002 - 10:22:47 UTC
Næsta bréf: Bessi Adalsteinsson: "Re: Stórferð"
Sælir,
Ég er hlyntur tillögu Einars um að leggja af stað á laugardagsmorgni. Það
er betra að fara um krapasvæðin í björtu, sælla minninga úr vatnaferðinni
miklu, en þau byrjuðu þá töluvert áður en komið var að Nýja dal.
Ómar
----- Original Message -----
From: "Einar Kjartansson" <10750@xyz.molar.is>
To: <gutti@molar.is>
Sent: 24. apríl 2002 10:28
Subject: Re: [gutti]: Stórferð
> Sælir
>
> Ég er búinn að tala við vegargerðamann á Egilssöðum og ferðaþjónustu
> á Aðalbóli. Það er ekkert því til fyrirstöðu að fylla á tanka á
> Aðalbóli, það eru ca. 25 km þangað frá Snæfelli. Um síðustu helgi
> var allt sagt á bólakafí í krapa á Fljótsdalsheiðinni. Það er talið enn sé
> talsverður snjór þar.
>
> Ómar verður með mér.
>
> Veðurspárnar eru enn mjög sviðaðar.
>
> Á föstudag: Norðlæg átt, 5-13 m/s. Él á
> norðaustanverðu landinu, en bjart veður sunnan- og
> vestanlands. Frost 0 til 7 stig.
>
> Á laugardag og sunnudag: Norðanátt og snjókoma eða
> él á norðanverðu landinu, en skýjað með köflum
> sunnantil. Frost 0 til 5 stig.
>
> Á mánudag og þriðjudag: Norðlæg átt. Él norðan- og
> austanlands en skýjað með köflum suðvestantil á
> landinu. Hiti 0 til 8 stig að deginum, mildast syðst.
>
> Ég á ekki von á að það snjói mikið fyrir norðan Vatnajökul
> en það gæti orðið þungt væri vegna snjókomu uppi á jöklinum.
>
> Ég er opinn fyrir því að breyta brottför þannig að við leggjum af
> stað á Laugardags morgni og reynum að fara á einum degi í Sigurðarskála.
>
> --
>
> Mótmælum stríðsglæpum: http://www.aldeilis.net/
>
> Einar Kjartansson 10750@xyz.molar.is
> Símar : 690-3307, 588-6407 (heima),
> 525-0535 (vinna) 853-7588 (bíll).
>
>
>
| |