(none) gutti
/ hjálp / listar / skráningar / leita / RSS /
 

Ferðamolar

From: Birgir Sigurdsson (
08625@xyz.molar.is)
Date: Mon 11 Feb 2002 - 12:34:19 UTC

  • Næsta bréf: Einar Kjartansson: "Snjór í fjöll !!!!"

    Halló,

    Fórum á 4 jeppum fínan helgartúr.
    Á laugardeginum fórum við hjá Tungufelli austan Hvítár um Svínárnes og Leppistungur inná Kerlingarfjallaveg við brúna á Jökulfalli. Síðan sem leið liggur á Hveravelli. Á sunnudeginum uppá jökul með girðingunni og niður í Þjófakrók. Veður var mjög gott og skyggni eftir því nema á hæstu stöðum á jökli, þar náði vindurinn að þyrla upp smá snjó. Eins og menn vita mætti víðast vera meiri snjór en á jöklinum vantaði hann ekki og var færið á honum oftast í þyngri kantinum.

    Kk, Birgir

    -----Original Message-----
    From: VSO: Haukur Hlidkvist omarsson [mailto:08657@xyz.molar.is]
    Sent: 11. febrúar 2002 11:20
    To: 'Haukur Parelius'; Skúli H. Skúlason; Halli Teits; Páll Þór Ármann; Gunni Kr.; Birgir Sigurdsson
    Subject: RE: Besta afsökunin!

    Sælir
    Einhverjar fréttir af ferðum um helgina ?
    Gunni, hvernig reyndist RAUÐUR ?
    kveðja
    Kvistur

    -----Original Message-----
    From: Haukur Parelius [mailto:08687@xyz.molar.is]
    Sent: 8. febrúar 2002 13:45
    To: Skúli H. Skúlason; Haukur Hlíðkvist Ómarsson VSÓ; Halli Teits; Páll Þór Ármann; Helga systir; Gunni Kr.; Birgir Sigurðsson
    Subject: FW: Besta afsökunin!

    Miðaldra maður í Ameríku keypti sér nýjan Mercedes til að halda uppá það að konan hans fór frá honum. Fór svo í bíltúr um kvöldið til að sýna sig og sjá aðra. Topp lúgan var dregin niður og vindurinn blés í þær hárlýjur sem ennþá prýddu höfuð hans. Hann gaf hressilega í og þegar hraðamælirinn sýndi 180 sá hann skyndilega að baki sér lögguna með blikkandi ljósin.

    Hmrmff... þeir ná mér aldrei á Mercedes Bens og hann gaf í, og gaf aftur í, Þá tók skynsemin völdin og hann sagði við sjálfan sig, "Hvað er eiginlega að mér?", hægði á og keyrði út í vegarkantinn.

    Löggan kom að honum leit á ökuskírteinið og grandskoðaði bílinn:

    "Þetta hefur verið langur vinnudagur" sagði hann "ég er að ljúka vaktinni og það er föstudagurinn 13. Ég nenni ekki meiri pappírsvinnu, og hef engan áhuga á yfirvinnu, - ég gef þér séns. Ef þú getur komið með góða afsökun fyrir þessum ofsahraða sem þú fórst á ,betri en ég hef nokkru sinni heyrt, þá læt ég þig sleppa í þetta sinn"

    Kallinn hugsaði sig um nokkra stund og segir loks:
    "Kellingin stakk af fyrir nokkrum dögum með lögreglumanni. Ég var skal ég segja þér svo hræddur um að þú værir að skila henni"

    "Góða helgi" sagði löggan



  •