|
RE: Hveravellir
From: Birgir Sigurdsson (07746@xyz.molar.is)
Date: Thu 07 Feb 2002 - 13:34:22 UTC
Næsta bréf: Einar Kjartansson: "[gutti+owner@molar.isHvar er snjhórinn?]"
Birgir kemur og við erum tvö.
Er sammála Einari með það að kanna óhefðbundnari leiðir og þá er Skálpanes, Skriðufell, jafnvel viðkoma í Karlsdrætti spennandi í mínum huga en þangað er einmitt best að komast eftir langvarandi frost. Við fórum Fögruhlíðar og Þjófadali 95 og það mætti alveg rifja það upp, sérstaklega ef við förum ekkert austar, en spár benda til þess að skyggni sé því betra sem maður er vestar. Ef gefur á Hofsjökul þá gæti það verið toppurinn.
Einar, ég vona að þú verðir með !
Birgir
-----Original Message-----
From: Einar Kjartansson [mailto:07778@xyz.molar.is]
Sent: 7. febrúar 2002 11:01
To: gutti@molar.is
Subject: [gutti]: Hveravellir
Sælir
Ég var að tala við Sigurjón. Hann er búinn að panta fyrir 15 (loftið í gamlaskála) á Hveravöllum á laugardagskvöld. Hann hafði lofað að staðfesta í kvöld. Það er hægt að hugsa sér ýmsar leiðir á Hveravelli fyrir utan þessar
hefðbundnu:
a) Upp á Langjökul frá Skálpanesi, niður fyrir sunnan
Hrútfellið (þar sem Fúlagengið ætlar að fara með 4x4 ferð)
b) Kvíslaveituveg og norður yfir Hofsjökul, Langjökul til baka.
Það virðist ekki vera mikið að gerast í veðrinu, það er spáð mjög svipuðu veðri og verið hefur undanfarna daga.
Spáin:
Veðurhorfur á landinu til kl.18 á morgun:
Miðhálendið:
Norðan og norðaustan 8-13 m/s og skýjað með köflum, en stöku él
norðan jökla. Frost 10 til 15 stig.
Á laugardag:
Norðaustan 10-15 m/s og víða dálítil snjókoma eða él, en
skýjað með köflum suðvestanlands. Frost 0 til 6 stig, kaldast
til landsins.
Á sunnudag:
Norðlæg átt, 8-13 m/s og skýjað með köflum, en stöku él við
ströndina. Frost víða 2 til 7 stig.
Ég er ekki viss um að ég komist, en ég reyni. Þeir sem hafa áhuga ættu að láta í sér heyra í dag.
--
Einar Kjartansson 07778@xyz.molar.is
Símar : 690-3307, 588-6407 (heima),
525-0535 (vinna) 853-7588 (bíll).
| |